Fréttamaðurinn virti Fabrizio Romano hefur tjáð sig um samningsstöðu Sergio Agüero hjá Manchester City en argentínski sóknarmaðurinn verður samningslaus í sumar.
Agüero verður 33 ára í júní og vill ekki taka ákvörðun varðandi framtíð sína fyrr en eftir keppnistímabilið.
Man City vill halda sóknarmanninum sínum en hann hefur verið orðaður við erkifjendurna í Manchester United. Romano segir þann orðróm vera falskan.
Romano segir Barcelona og PSG vera helstu félögin í kapphlaupinu.
„Barcelona er í viðræðum við teymi Agüero [Memphis Depay er líka á listanum]. PSG hefur einnig spurst fyrir um launakröfur," segir í tísti frá Romano.
„Juventus og Chelsea eru með annað í forgang. Man Utd orðrómurinn, 100% falskur."
Athugasemdir