Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 01. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Parrott frá keppni eftir að hafa gengist undir botnlangaaðgerð
Sóknarmaðurinn efnilegi Troy Parrott verður frá keppni þegar enska úrvalsdeildin hefst aftur eftir rúmar tvær vikur.

Parrott, sem er á mála hjá Tottenham, fór í botnlangaaðgerð og getur hann ekki byrjað að æfa aftur fyrr en undir lok þessa mánaðar.

Enska úrvalsdeildin á að hefjast aftur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, þann 17. júní, og kemur Parrott því til með að missa af nokkrum leikjum Spurs.

Parrott, sem er aðeins 18 ára, lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Tottenham í september á síðasta ári. Parrott lék svo sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í desember síðastliðnum, í 5-0 sigri á Burnley. Stuðningsmenn Spurs hafa kallað eftir því að Jose Mourinho spili honum meira.

Tottenham er sem stendur í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner