Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 01. júní 2023 23:10
Sölvi Haraldsson
Hans Viktor: Það var mjög sætt að sjá boltann í netinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hans Viktor Guðmudsson, fyrirliði Fjölnis, átti magnaðan leik í kvöld í 2-1 sigri Fjölni á ÍA. Fyrirliðinn kíkti í viðtal eftir leik og var í skýjunum með að hafa náð að landa sigrinum við krefjandi aðstæður.

„Bara mjög ánægður. Þetta var auðvitað erfiður leikur og að ná að klára þetta var bara frábært.“


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skagamenn voru betri aðilinn í seinni hálfleik, það hlýtur að hafa verið sætt að sjá boltann í netinu þegar Guðmundur skoraði í lokin.

„Já það var mjög sætt. Það er auðvitað ákveðinn léttir og þeir fá síðan líka víti undir lokin þannig það er stutt á milli í þessu.“

Sigurjón átti geggjaðan leik í dag, hvernig er að vera með Sigurjón fyrir aftan sig á milli stanganna?

„Það er bara mjög gott. Hann var frábær í dag og átti frábærar vörslur. Skallinn sérstaklega í síðari hálfleik, það er bara mjög gott að hafa hann fyrir aftan sig.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?

„Mér fannst við koma sterkir inn í byrjun fyrri hálfleiks, 15 - 20 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Svo eftir markið þá setjumst við svolítið niður. Leikurinn var síða bara þannig restina af leiknum. Auðvitað hefði maður viljað spil betri fótbolta en það er bara frábært að ná að klára þetta.“

Grótta er næsti andstæðingur, hvernig sérðu þann leik fyrir þér?

„Allir leikir í þessari deild eru erfiðir þannig ég býst bara við mjög efiðum leik.“

Var eitthvað sérstakt sem þú varst sáttur með í dag frá sjálfum þér eða liðinu?

„Já þá bara helst liðinu. Hvað við lögðum mikið í þetta og vorum grimmir út um allan völl og þá líka liðsheildin.“

Hvað fannst þér fara úrskeðis í hálfleik þegar Skagamenn taka öll völd í upphafi síðari hálfleiks? Var eitthvað sérstakt sem vantaði upp á hjá ykkur í dag?

„Við áttum í dálitlum erfiðleikum með að telja í pressunni. Þeir fengu oft að fara hátt upp á völlinn með boltann. Það er eitthvað sem fór úrskeðis og hefðum átt að gera betur fannst mér.“

Hvernig sást þú þennan vítaspyrnudóm undir lokin?

„Mér fannst hann bara fara í boltann og hann fór í boltann. En dómarinn gaf engar útskýringar á dómnum.“ sagði Hans Viktor, fyrirliði Fjölnis, eftir sigur á Skagamönnum í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner