Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 01. júní 2023 23:10
Sölvi Haraldsson
Hans Viktor: Það var mjög sætt að sjá boltann í netinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hans Viktor Guðmudsson, fyrirliði Fjölnis, átti magnaðan leik í kvöld í 2-1 sigri Fjölni á ÍA. Fyrirliðinn kíkti í viðtal eftir leik og var í skýjunum með að hafa náð að landa sigrinum við krefjandi aðstæður.

„Bara mjög ánægður. Þetta var auðvitað erfiður leikur og að ná að klára þetta var bara frábært.“


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skagamenn voru betri aðilinn í seinni hálfleik, það hlýtur að hafa verið sætt að sjá boltann í netinu þegar Guðmundur skoraði í lokin.

„Já það var mjög sætt. Það er auðvitað ákveðinn léttir og þeir fá síðan líka víti undir lokin þannig það er stutt á milli í þessu.“

Sigurjón átti geggjaðan leik í dag, hvernig er að vera með Sigurjón fyrir aftan sig á milli stanganna?

„Það er bara mjög gott. Hann var frábær í dag og átti frábærar vörslur. Skallinn sérstaklega í síðari hálfleik, það er bara mjög gott að hafa hann fyrir aftan sig.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?

„Mér fannst við koma sterkir inn í byrjun fyrri hálfleiks, 15 - 20 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Svo eftir markið þá setjumst við svolítið niður. Leikurinn var síða bara þannig restina af leiknum. Auðvitað hefði maður viljað spil betri fótbolta en það er bara frábært að ná að klára þetta.“

Grótta er næsti andstæðingur, hvernig sérðu þann leik fyrir þér?

„Allir leikir í þessari deild eru erfiðir þannig ég býst bara við mjög efiðum leik.“

Var eitthvað sérstakt sem þú varst sáttur með í dag frá sjálfum þér eða liðinu?

„Já þá bara helst liðinu. Hvað við lögðum mikið í þetta og vorum grimmir út um allan völl og þá líka liðsheildin.“

Hvað fannst þér fara úrskeðis í hálfleik þegar Skagamenn taka öll völd í upphafi síðari hálfleiks? Var eitthvað sérstakt sem vantaði upp á hjá ykkur í dag?

„Við áttum í dálitlum erfiðleikum með að telja í pressunni. Þeir fengu oft að fara hátt upp á völlinn með boltann. Það er eitthvað sem fór úrskeðis og hefðum átt að gera betur fannst mér.“

Hvernig sást þú þennan vítaspyrnudóm undir lokin?

„Mér fannst hann bara fara í boltann og hann fór í boltann. En dómarinn gaf engar útskýringar á dómnum.“ sagði Hans Viktor, fyrirliði Fjölnis, eftir sigur á Skagamönnum í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir