Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
   fim 01. júní 2023 23:10
Sölvi Haraldsson
Hans Viktor: Það var mjög sætt að sjá boltann í netinu
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hans Viktor Guðmudsson, fyrirliði Fjölnis, átti magnaðan leik í kvöld í 2-1 sigri Fjölni á ÍA. Fyrirliðinn kíkti í viðtal eftir leik og var í skýjunum með að hafa náð að landa sigrinum við krefjandi aðstæður.

„Bara mjög ánægður. Þetta var auðvitað erfiður leikur og að ná að klára þetta var bara frábært.“


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skagamenn voru betri aðilinn í seinni hálfleik, það hlýtur að hafa verið sætt að sjá boltann í netinu þegar Guðmundur skoraði í lokin.

„Já það var mjög sætt. Það er auðvitað ákveðinn léttir og þeir fá síðan líka víti undir lokin þannig það er stutt á milli í þessu.“

Sigurjón átti geggjaðan leik í dag, hvernig er að vera með Sigurjón fyrir aftan sig á milli stanganna?

„Það er bara mjög gott. Hann var frábær í dag og átti frábærar vörslur. Skallinn sérstaklega í síðari hálfleik, það er bara mjög gott að hafa hann fyrir aftan sig.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?

„Mér fannst við koma sterkir inn í byrjun fyrri hálfleiks, 15 - 20 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Svo eftir markið þá setjumst við svolítið niður. Leikurinn var síða bara þannig restina af leiknum. Auðvitað hefði maður viljað spil betri fótbolta en það er bara frábært að ná að klára þetta.“

Grótta er næsti andstæðingur, hvernig sérðu þann leik fyrir þér?

„Allir leikir í þessari deild eru erfiðir þannig ég býst bara við mjög efiðum leik.“

Var eitthvað sérstakt sem þú varst sáttur með í dag frá sjálfum þér eða liðinu?

„Já þá bara helst liðinu. Hvað við lögðum mikið í þetta og vorum grimmir út um allan völl og þá líka liðsheildin.“

Hvað fannst þér fara úrskeðis í hálfleik þegar Skagamenn taka öll völd í upphafi síðari hálfleiks? Var eitthvað sérstakt sem vantaði upp á hjá ykkur í dag?

„Við áttum í dálitlum erfiðleikum með að telja í pressunni. Þeir fengu oft að fara hátt upp á völlinn með boltann. Það er eitthvað sem fór úrskeðis og hefðum átt að gera betur fannst mér.“

Hvernig sást þú þennan vítaspyrnudóm undir lokin?

„Mér fannst hann bara fara í boltann og hann fór í boltann. En dómarinn gaf engar útskýringar á dómnum.“ sagði Hans Viktor, fyrirliði Fjölnis, eftir sigur á Skagamönnum í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir