Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 01. júní 2023 23:10
Sölvi Haraldsson
Hans Viktor: Það var mjög sætt að sjá boltann í netinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hans Viktor Guðmudsson, fyrirliði Fjölnis, átti magnaðan leik í kvöld í 2-1 sigri Fjölni á ÍA. Fyrirliðinn kíkti í viðtal eftir leik og var í skýjunum með að hafa náð að landa sigrinum við krefjandi aðstæður.

„Bara mjög ánægður. Þetta var auðvitað erfiður leikur og að ná að klára þetta var bara frábært.“


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skagamenn voru betri aðilinn í seinni hálfleik, það hlýtur að hafa verið sætt að sjá boltann í netinu þegar Guðmundur skoraði í lokin.

„Já það var mjög sætt. Það er auðvitað ákveðinn léttir og þeir fá síðan líka víti undir lokin þannig það er stutt á milli í þessu.“

Sigurjón átti geggjaðan leik í dag, hvernig er að vera með Sigurjón fyrir aftan sig á milli stanganna?

„Það er bara mjög gott. Hann var frábær í dag og átti frábærar vörslur. Skallinn sérstaklega í síðari hálfleik, það er bara mjög gott að hafa hann fyrir aftan sig.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?

„Mér fannst við koma sterkir inn í byrjun fyrri hálfleiks, 15 - 20 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Svo eftir markið þá setjumst við svolítið niður. Leikurinn var síða bara þannig restina af leiknum. Auðvitað hefði maður viljað spil betri fótbolta en það er bara frábært að ná að klára þetta.“

Grótta er næsti andstæðingur, hvernig sérðu þann leik fyrir þér?

„Allir leikir í þessari deild eru erfiðir þannig ég býst bara við mjög efiðum leik.“

Var eitthvað sérstakt sem þú varst sáttur með í dag frá sjálfum þér eða liðinu?

„Já þá bara helst liðinu. Hvað við lögðum mikið í þetta og vorum grimmir út um allan völl og þá líka liðsheildin.“

Hvað fannst þér fara úrskeðis í hálfleik þegar Skagamenn taka öll völd í upphafi síðari hálfleiks? Var eitthvað sérstakt sem vantaði upp á hjá ykkur í dag?

„Við áttum í dálitlum erfiðleikum með að telja í pressunni. Þeir fengu oft að fara hátt upp á völlinn með boltann. Það er eitthvað sem fór úrskeðis og hefðum átt að gera betur fannst mér.“

Hvernig sást þú þennan vítaspyrnudóm undir lokin?

„Mér fannst hann bara fara í boltann og hann fór í boltann. En dómarinn gaf engar útskýringar á dómnum.“ sagði Hans Viktor, fyrirliði Fjölnis, eftir sigur á Skagamönnum í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner