Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. júlí 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Chong aftur til Feyenoord?
Mynd: Heimasíða Man Utd
Vængmaðurinn hárprúði Tahith Chong gæti verið á leið aftur til hollenska félagsins Feyenoord en viðræður þess efnis eru í gangi.

Þessi 22 ára leikmaður hefur aðeins spilað sextán aðalliðsleiki fyrir Manchester United á sex árum og virðist ekki vera í myndinni hjá Erik ten Hag.

Chong kom í gegnum unglingastarf Feyenoord en gekk í raðir United þegar hann var sextán ára gamall.

Miklar væntingar voru til Chong þegar hann var yngri en hann hefur ekki náð að taka þau skref sem vonast var eftir. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum á Old Trafford.

Á síðasta tímabili var hann lánaður til Birmingham City.
Athugasemdir
banner
banner
banner