Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 01. júlí 2022 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég er búinn að vera æfa þetta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar skoraði fyrra mark Aftureldingar og var valin maður leiksins eftir góða frammistöðu gegn Fylki í kvöld. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Afturelding jafnaði í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„ Æji hún er svona ekkert það góð (tilfinningin). Við hefðum átt að fá miklu meira úr þessum leik að mínu mati, fengum nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta. Ég fékk 2 og strákarnir fengu líka nokkur sem við hefðum átt að setja inn en við virðum stigið, mark á 93. það er bara fínt. Við erum að vinna í þessu og vonandi fáum við bara fleiri sigurleiki núna í næstu leikjum."

Markið sem Elmar skoraði var mjög flott skot fyrir utan teig og hann fór aðeins yfir það hvernig atburðarrásin var.

„Ég fæ hann í hlaupið og við byrjum að spila þarna eitthvað þríhyrningsspil og ég einhvernvegin vinn hann af gæjanum svo var ég ekkert mikið að hugsa ég bara setti hann út í hornið, þetta var ekkert mikið flóknara en það. Ég er búinn að vera æfa þetta og búinn að vera gera þetta mikið í vetur þannig þetta er að skila sér, aukaæfingarnrar."

Elmar fékk rautt spjald gegn KV fyrir ekkert svo löngu og þá var ekki jafn bjart yfir honum og var í kvöld.

„Ég var búinn að vera meiddur í svona 2 mánuði, spilaði allt undirbúningstímabilið og varð fyrir því óhappi að meiðast í náranum í 2 mánuði. Kom inn og var svolítið „shaky", var ekki alveg 100% og svo fer ég bara í svolítið groddaralega tæklingu en fer samt í boltan að mínu mati 100%. Eftir það er þetta svolítil brekka en við bara höldum haus og reynum að sækja sigra núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner