Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 01. júlí 2022 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég er búinn að vera æfa þetta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar skoraði fyrra mark Aftureldingar og var valin maður leiksins eftir góða frammistöðu gegn Fylki í kvöld. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Afturelding jafnaði í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„ Æji hún er svona ekkert það góð (tilfinningin). Við hefðum átt að fá miklu meira úr þessum leik að mínu mati, fengum nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta. Ég fékk 2 og strákarnir fengu líka nokkur sem við hefðum átt að setja inn en við virðum stigið, mark á 93. það er bara fínt. Við erum að vinna í þessu og vonandi fáum við bara fleiri sigurleiki núna í næstu leikjum."

Markið sem Elmar skoraði var mjög flott skot fyrir utan teig og hann fór aðeins yfir það hvernig atburðarrásin var.

„Ég fæ hann í hlaupið og við byrjum að spila þarna eitthvað þríhyrningsspil og ég einhvernvegin vinn hann af gæjanum svo var ég ekkert mikið að hugsa ég bara setti hann út í hornið, þetta var ekkert mikið flóknara en það. Ég er búinn að vera æfa þetta og búinn að vera gera þetta mikið í vetur þannig þetta er að skila sér, aukaæfingarnrar."

Elmar fékk rautt spjald gegn KV fyrir ekkert svo löngu og þá var ekki jafn bjart yfir honum og var í kvöld.

„Ég var búinn að vera meiddur í svona 2 mánuði, spilaði allt undirbúningstímabilið og varð fyrir því óhappi að meiðast í náranum í 2 mánuði. Kom inn og var svolítið „shaky", var ekki alveg 100% og svo fer ég bara í svolítið groddaralega tæklingu en fer samt í boltan að mínu mati 100%. Eftir það er þetta svolítil brekka en við bara höldum haus og reynum að sækja sigra núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner