Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   fös 01. júlí 2022 22:42
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég er búinn að vera æfa þetta
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar skoraði fyrra mark Aftureldingar og var valin maður leiksins eftir góða frammistöðu gegn Fylki í kvöld. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Afturelding jafnaði í uppbótartíma.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Afturelding

„ Æji hún er svona ekkert það góð (tilfinningin). Við hefðum átt að fá miklu meira úr þessum leik að mínu mati, fengum nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta. Ég fékk 2 og strákarnir fengu líka nokkur sem við hefðum átt að setja inn en við virðum stigið, mark á 93. það er bara fínt. Við erum að vinna í þessu og vonandi fáum við bara fleiri sigurleiki núna í næstu leikjum."

Markið sem Elmar skoraði var mjög flott skot fyrir utan teig og hann fór aðeins yfir það hvernig atburðarrásin var.

„Ég fæ hann í hlaupið og við byrjum að spila þarna eitthvað þríhyrningsspil og ég einhvernvegin vinn hann af gæjanum svo var ég ekkert mikið að hugsa ég bara setti hann út í hornið, þetta var ekkert mikið flóknara en það. Ég er búinn að vera æfa þetta og búinn að vera gera þetta mikið í vetur þannig þetta er að skila sér, aukaæfingarnrar."

Elmar fékk rautt spjald gegn KV fyrir ekkert svo löngu og þá var ekki jafn bjart yfir honum og var í kvöld.

„Ég var búinn að vera meiddur í svona 2 mánuði, spilaði allt undirbúningstímabilið og varð fyrir því óhappi að meiðast í náranum í 2 mánuði. Kom inn og var svolítið „shaky", var ekki alveg 100% og svo fer ég bara í svolítið groddaralega tæklingu en fer samt í boltan að mínu mati 100%. Eftir það er þetta svolítil brekka en við bara höldum haus og reynum að sækja sigra núna.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner