Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 19:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan Már ekki í hóp hjá Stjörnunni - Á leið til Skotlands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Már Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, er ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld þar sem liðið mætir Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Það er útlit fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en Orri Rafn Sigurðarson greinir frá því á X að Stjarnan sé búið að samþykkja tilboð frá skosku félagi.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Stjarnan

Ekkert lið er nefnt til sögunnar en Orri segir að Kjartan muni fljúga til Skotlands á morgun. Aðeins þarf að græja atvinnuleyfi áður en félagaskiptin vera formlega opinberuð.

Kjartan er 18 ára gamall miðjumaður en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Stjörnunni árið 2022. Hann á 62 leiki að baki fyrir Stjörnuna og skorað eitt mark.

Hann er unglingalandsliðsmaður en hann hefur leikið 20 landsleiki fyrir yngri landsliðin, þar af einn fyrir U21 árs landsliðið. FJöldi erlendra félaga hafa fylgst með honum síðustu misseri.


Athugasemdir
banner
banner