Kjartan Már Kjartansson, miðjumaður Stjörnunnar, er eftirsóttur biti hjá erlendum félögum. Kjartan er fæddur árið 2006 og er U19 landsliðsmaður.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Stjarnan hafnað tilboðum í leikmnanninn frá Noregi en ekki fylgdi frá hvaða félögum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Stjarnan hafnað tilboðum í leikmnanninn frá Noregi en ekki fylgdi frá hvaða félögum.
Kjartan Már er uppalinn Stjörnumaður, hann er fjölhæfur og kraftmikill miðjumaður sem lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki haustið 2022 í úrslitakeppninni. Á sama tímabili var hann að raða inn mörkum með 3. flokki Stjörnunnar.
„Það getur farið á hvaða veg sem er. Það er mikill áhugi á honum. Svo getur hann byrjað mótið með okkur og þá sjáum við hvað gerist," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um Kjartan í lok janúar.
Á síðasta tímabili kom Kjartan við sögu í 17 leikjum í Bestu deildinni, öllum fjórum bikarleikjum liðsins og öllum fjórum Evrópuleikjum liðsins.
Athugasemdir