Myndband eftir fyrri leik Espanyol og Stjörnunnar vakti mikla athygli en þar sást Þorri Geir Rúnarsson biðja Borja Iglesias um treyjuna hans meðan á leik stóð.
Þorri opinberaði í viðtali við Fótbolta.net í kvöld að hann hafi ekki fengið treyjuna eftir fyrri leikinn en það var bætt úr því í kvöld.
Þorri opinberaði í viðtali við Fótbolta.net í kvöld að hann hafi ekki fengið treyjuna eftir fyrri leikinn en það var bætt úr því í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 3 Espanyol
„Ég fékk treyjuna núna eftir þennan leik!" sagði Þorri léttur eftir leikinn og rifjaði upp spjallið við Borja úr fyrri leiknum.
„Við áttum skemmtilegt samtal um þetta og þá var Martin (Rauschenberg) þegar búinn að biðja hann um treyjuna. En ég fékk treyjuna í dag, sem betur fer!"
Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, birti umrætt myndband (sem sjá má hér að neðan).
„Þetta var helvíti skemmtilegt, ég hef fengið ýmsar spurningar í vikunni og þakka Hjörvari Hafliðasyni bara fyrir það!"
Stjarnan tapaði 1-3 í seinni leiknum í kvöld og Evrópuþátttöku Garðabæjarliðsins er lokið þetta árið.
„Nú kemur maður sér bara niður á jörðina og allt sett í deildina. Við ætlum okkur Evrópusæti. Evrópukeppnin kryddar sumarið helling og nú þurfum við að spíta í," segir Þorri.
Þetta er skemmtilegt. Væri vissulega hægt að röfla yfir þessu en Þorri náði sér í good shit treyju á meðan leik stóð. pic.twitter.com/DfTPGXcTZB
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 27, 2019
Þvílíkir heiðursmenn í @RCDEspanyol við berum mikla virðingu fyrir þessu félagi! Einn meistarinn er @BorjaIglesias9 sem elti @thorri1995 uppi eftir leik til að afhenda honum loksins treyjuna góðu! 💙💙💙 pic.twitter.com/0pdF8ZAexq
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) August 1, 2019
Athugasemdir