Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 01. september 2022 09:14
Elvar Geir Magnússon
Akanji orðinn leikmaður Man City (Staðfest)
Akanji og Txiki Begiristain.
Akanji og Txiki Begiristain.
Mynd: Manchester City
Miðvörðurinn Manuel Akanji er orðinn leikmaður Manchester City. Englandsmeistararnir kaupa þennan 27 ára svissneska landsliðsmann frá Borussia Dortmund.

Akanji hóf feril sinn á FC Winterthur í heimalandinu áður en hann fór til Basel. Þar vakti hann áhuga Dortmund sem keypti hann í janúar 2018.

Á fjóru og hálfu ári hjá Dortmund spilaði hann 158 leiki og varð þýskur bikarmeistari 2021.

„Ég er í skýjunum með að vera hér og get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Akanji við heimasíðu Manchester City.

„City hefur verið eitt besta lið Evrópu síðustu ár. Það er frábært að horfa á liðið spila, það spilar spennandi fótbolta og er alltaf að berjast um titla. Pep Guardiola er framúrskarandi stjóri og þetta er spennandi tækifæri fyrir mig."

Txiki Begiristain, yfirmaður fótboltamála, segir það mikið gleðiefni að fá Akanji. „Hann er með allt sem við viljum sjá í miðverði. Hann er sterkur, snöggur, líður vel með boltann og er góður sendingamaður," segir Begiristain.


Athugasemdir
banner
banner