Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   sun 01. september 2024 16:07
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið KR og ÍA: Ástbjörn byrjar - Ein breyting hjá Skaganum
Ástbjörn byrjar sinn fyrsta leik fyrir KR í sumar.
Ástbjörn byrjar sinn fyrsta leik fyrir KR í sumar.
Mynd: KR

Klukkan 17:00 á eftir hefst leikur KR og ÍA í Frostaskjólinu. Um er að ræða leik í 21. umferð Bestu deildar karla en rétt í þessu voru byrjunarliðin að skila sér í hús.


Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á KR-liðinu frá leik tapinu gegn HK á dögunum. Þeir Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson koma inn í liðið fyrir þá Jóhannes Kristinn Bjarnason og Theodór Elmar Bjarnason.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Ástbjarnar fyrir KR í sumar. Theodór Elmar er á bekknum en Jóhannes ekki í hóp.

Skagamenn töpuðu 2-1 gegn Breiðablik í seinustu umferð en Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir einungis eina breytingu á Skagaliðinu frá þeim leik. Hlynur Sævar Jónsson tekur sér sæti á bekknum en hann Oliver Stefánsson kemur inn í liðið.


Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
Athugasemdir
banner
banner