Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti hafnar sögum um Rodrygo: Elska hann allir
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti fráfarandi þjálfari Real Madrid var spurður út í fjarveru brasilíska kantmannsins Rodrygo úr liði Real Madrid í síðustu leikjum.

Spænskir fjölmiðlar segja að Rodrygo hafi neitað að spila gegn Barcelona þar sem hann sé ósáttur með stöðu sína í leikmannahópi Real Madrid. Þeir segja að hann ætli aldrei aftur að spila fyrir liðið, að hann vilji fá félagaskipti í sumar.

   13.05.2025 11:30
Vill ekki spila aftur fyrir Real Madrid


„Rodrygo er að glíma við meiðsli í fæti og er leiður útaf því, en það er í alvörunni ekkert annað þarna á bakvið," sagði Ancelotti.

„Hann var með hita í síðustu viku og æfði því ekkert með okkur. Hann var ekki í standi til að taka þátt gegn Barcelona. Allir hjá Real Madrid elska Rodrygo, sérstaklega ég."

Rodrygo hefur komið að 11 mörkum með beinum hætti í 30 deildarleikjum á tímabilinu og var í byrjunarliði Real Madrid í báðum leikjunum gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

Hann spilaði fyrri hálfleikinn í úrslitaleik spænska konungsbikarsins í lok apríl og var skipt útaf í hálfleik fyrir Kylian Mbappé. Eftir það var hann veikur gegn Celta Vigo og ekki í nægilega góðu standi til að koma inn af bekknum gegn Börsungum um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner