Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir: Donni leiddi Rajko inn á völlinn
Donni skælbrosandi.
Donni skælbrosandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skemmtilegt augnablik fyrir leik Stjörnunnar og Tindastóls í Mjólkurbikarnum í gær þegar liðin voru að ganga inn á völlinn.

Leikmenn leiddu lukkukrakka inn á völlinn og á eftir þeim komu þjálfarateymin.

Þeir Halldór Jón sigurðsson - Donni - sem er þjálfari Tindastóls, og Rajko Stanisic, sem er markmannsþjálfari Stjörnunnar, tóku upp á því að leiðast inn á völlinn. Myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók í gær má sjá hér við fréttina.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Tindastóll

Leikurinn í gær var liður í 16-liða úrslitum keppninnar, Tindastóll komst yfir en Stjarnan jafnaði undir lokin og því varð að framlengja. Þar reyndist Tindastóll öflugra liðið og vann 1-3 útisigur og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitn.
Athugasemdir