
Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir flottan sigur á Þrótti í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Þróttur R.
„Ánægður með sigurinn. Það var okkar markmið að vinna leikinn og koma okkur áfram" Sagði Túfa þjálfari Vals eftir sigurinn í kvöld.
„Mjög góðir svona fyrstu 60 mínútur. Algjört 'control' á leiknum og erum 2-0 yfir og gátum skorað fleirri sérstaklega í fyrri hálfleik"
„Eftir það þá fórum við úr fimmta gír niður í fjórða og svo þriðja og hleypum þeim inn í leikinn. Mark sem við fáum á okkur sem er í rauninni bara okkar mistök og þá í svona bikarleikjum getur allt gerst"
„Þróttur er með flott lið og að mínu mati eitt af tveimur eða þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni. Ég fylgist mikið með Lengjudeildinni líka"
Valsmenn voru mun betri aðilinn framan af en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tóku Þróttarar öll völd.
„Við fórum aðeins niður hugsandi að þetta væri bara búið. Við vorum 2-0 yfir og á undan því þá man ég ekki eftir skoti á markið eða neitt. Þessi leikur var algjörlega undir control"
„fótbolti er bara þannig að um leið og þú svona droppar aðeins þá fyrir lið sem gefast ekki upp eins og Þróttarar eru þá ná þeir að komast betur inn í leikina og markið sem að þeir skora eftir okkar mistök hjálpa þeim að koma betur inn og fá trú á þetta en jafnvel eftir það fyrir utan eitt færi hérna í lokin þá náðum við alveg að verjast vel en gátum alveg haldið boltanum betur og refsað þeim í nokkrum skyndisóknir sem að við fengum þegar þeir tóku áhættur"
Nánar er rætt við Srdjan Tufegdzic þjálfara Vals í spilaranum hér fyrir ofan.