Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   mið 14. maí 2025 21:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Tufa þjálfari Vals
Tufa þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir flottan sigur á Þrótti í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Þróttur R.

„Ánægður með sigurinn. Það var okkar markmið að vinna leikinn og koma okkur áfram" Sagði Túfa þjálfari Vals eftir sigurinn í kvöld.

„Mjög góðir svona fyrstu 60 mínútur. Algjört 'control' á leiknum og erum 2-0 yfir og gátum skorað fleirri sérstaklega í fyrri hálfleik" 

„Eftir það þá fórum við úr fimmta gír niður í fjórða og svo þriðja og hleypum þeim inn í leikinn. Mark sem við fáum á okkur sem er í rauninni bara okkar mistök og þá í svona bikarleikjum getur allt gerst" 

„Þróttur er með flott lið og að mínu mati eitt af tveimur eða þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni. Ég fylgist mikið með Lengjudeildinni líka"

Valsmenn voru mun betri aðilinn framan af en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tóku Þróttarar öll völd.

„Við fórum aðeins niður hugsandi að þetta væri bara búið. Við vorum 2-0 yfir og á undan því þá man ég ekki eftir skoti á markið eða neitt. Þessi leikur var algjörlega undir control"

„fótbolti er bara þannig að um leið og þú svona droppar aðeins þá fyrir lið sem gefast ekki upp eins og Þróttarar eru þá ná þeir að komast betur inn í leikina og markið sem að þeir skora eftir okkar mistök hjálpa þeim að koma betur inn og fá trú á þetta en jafnvel eftir það fyrir utan eitt færi hérna í lokin þá náðum við alveg að verjast vel en gátum alveg haldið boltanum betur og refsað þeim í nokkrum skyndisóknir sem að við fengum þegar þeir tóku áhættur" 

Nánar er rætt við Srdjan Tufegdzic þjálfara Vals í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner