Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Verða Börsungar sófameistarar?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í efstu deild spænska boltans í dag þar sem Real Madrid tekur á móti Evrópubaráttuliði Mallorca í spennandi slag.

Madrídingar þurfa sigur til að gera erkifjendur sína í liði Barcelona ekki að Spánarmeisturum. Börsungar eru með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar og geta tryggt sér titilinn með sigri í nágrannaslagnum gegn Espanyol á morgun.

Tapi Real Madrid í kvöld verða Börsungar sófameistarar. Þeir munu þannig vera búnir að tryggja sér titilinn áður en þeir mæta til leiks gegn Espanyol annað kvöld.

Alavés og Villarreal eiga einnig afar mikilvæga heimaleiki í dag. Alavés er einu stigi frá fallsvæðinu og þarf helst sigur gegn Valencia sem er á miklu skriði undir stjórn Carlos Corberán.

Corberán tók við liðinu í fallsæti en Valencia er núna aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti, með þrjár umferðir eftir af deildartímabilinu.

Villarreal spilar við Leganés og er í síðasta Meistaradeildarsætinu sem stendur, með þriggja stiga forystu á næsta lið. Sigur í dag gæti því reynst gríðarlega mikilvægur fyrir félagið.

Þetta verður þó erfið viðureign þar sem Leganés þarf einnig á sigri að halda. Liðið er í fallsæti sem stendur, einu stigi á eftir Alavés sem situr í öruggu sæti.

Leikir dagsins
17:00 Alaves - Valencia
17:00 Villarreal - Leganes
19:30 Real Madrid - Mallorca
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 36 15 7 14 56 54 +2 52
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 36 12 7 17 32 42 -10 43
13 Sevilla 36 10 11 15 40 49 -9 41
14 Girona 36 11 8 17 42 53 -11 41
15 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
16 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 36 8 8 20 40 58 -18 32
20 Valladolid 36 4 4 28 26 86 -60 16
Athugasemdir
banner
banner