Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim borgar fyrir fjölskyldur allra í þjálfarateyminu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Greint var frá því fyrr í dag að leikmenn og starfsmenn Manchester United fengu takmarkað magn miða á úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham, sem fer fram 21. maí á San Mamés leikvanginum í Bilbao.

   13.05.2025 08:55
Leikmenn Man Utd fá takmarkað magn miða vegna sparnaðar hjá Ratcliffe


Það er liður í sparnaðaraðgerðum Rauðu djöflanna undir leiðsögn Sir Jim Ratcliffe. Mark Ogden hjá ESPN er meðal þeirra sem greina frá.

Rúben Amorim þjálfari aðalliðsins hefur ákveðið að brúa bilið. Hann vill að Manchester United sé ein stór fjölskylda og hefur því boðið öllu starfsteyminu sínu á leikinn ásamt fjölskyldum.

Amorim greiðir því kostnað 30 fjölskyldna úr þjálfarateymi Man Utd, eftir að félagið greindi frá því að starfsteymið fær ekki frímiða á leikinn.

Stór hluti stuðningsmanna Man Utd er hneykslaður á því hversu langt Ratcliffe hefur gengið í herferð sinni við að skera niður allan aukakostnað félagsins. Þetta mun ekki gera mikið til að bæta álit stuðningsmanna og almennings á honum.
Athugasemdir
banner