Vika er í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Manchester United og Tottenham mætast um titilinn og einnig er barist um Meistaradeildarsæti sem fylgir því að vinna úrslitaleikinn.
Man Utd æfði í dag en næst á dagskrá hjá liðinu er deildarleikur gegn Chelsea á útivelli á föstudag.
Þrír miðverðir voru ekki með á æfingunni í dag. Það voru þeir Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Ayden Heaven.
Man Utd æfði í dag en næst á dagskrá hjá liðinu er deildarleikur gegn Chelsea á útivelli á föstudag.
Þrír miðverðir voru ekki með á æfingunni í dag. Það voru þeir Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Ayden Heaven.
Yoro haltraði af velli gegn West Ham um liðna helgi og De Ligt meiddist gegn Brentford helgina þar á undan. Ayden Heaven hefur þá æft einn að undanförnu. Diogo Dalot æfði sömuleiðis einn, en hann er að reyna ná sér góðum fyrir úrslitaleikinn.
Jonny Evans og Toby Collyer voru með á æfingunni í dag og gætu verið í hópnum á föstudag.
Harry Maguire, Victor Lindelöf, Luke Shaw, Noussair Mazraoui, Jonny Evans og Tyler Fredricson eru þeir kostir sem Ruben Amorim hefur í þriggja manna hafsenta línu sína fyrir leikinn gegn Chelsea.
Athugasemdir