Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið KR og ÍBV: Júlíus Mar og Luke Rae frá vegna meiðsla - ÍBV gerir fjórar breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur KR og ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins hefst klukkan 18:00 í kvöld. Byrjunarliðin hafa verið birt en þau má sjá hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR gerir þrjár breytingar frá því að þessi lið mættust um helgina og KR vann 4-1. Júlíus Mar Júlíusson og Luke Rae eru frá vegna meiðsla og Alexander Rafn Pálmason fær sér sæti á bekknum. Inn fyrir þá koma Alexander Helgi Sigurðarson, Ástbjörn Þórðarson og Atli Sigurjónsson.

Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV gerir fjórar breytingar á sínu liði. Hjörvar Daði Arnarsson, Mattias Edeland, Birgir Ómar Hlynsson og Hermann Þór Ragnarsson. Marcel Zapytowski og Arnór Ingi Kristinsson fá sér sæti á bekknum en Alex Freyr Hilmarsson og Vicente Valor eru ekki í hóp.


Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
16. Matthias Præst
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Atli Sigurjónsson
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið ÍBV:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
8. Bjarki Björn Gunnarsson
21. Birgir Ómar Hlynsson
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
26. Felix Örn Friðriksson
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
67. Omar Sowe
Athugasemdir
banner
banner
banner