Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pezzolano ráðinn til Watford (Staðfest) - Sextándi á tíu árum
Pezzolano (til vinstri) ásamt Jagoba Arrasate þjálfara Mallorca.
Pezzolano (til vinstri) ásamt Jagoba Arrasate þjálfara Mallorca.
Mynd: EPA
Enska Championship félagið Watford er búið að ráða inn nýjan þjálfara eftir að Tom Cleverley var rekinn fyrir rúmri viku síðan.

Í þetta sinn hefur félagið ákveðið að ráða úrúgvæskan þjálfara til starfa. Sá heitir Paulo Pezzolano og stýrði síðast Real Valladolid í spænska boltanum.

Pezzolano kom Valladolid upp í efstu deild en var svo rekinn eftir fjóra mánuði á nýju tímabili í La Liga. Hann hefur verið án starfs síðan í nóvember.

Pezzolano hafði áður stýrt Cruzeiro í brasilíska boltanum, Pachuca í Mexíkó og Liverpool Montevideo í heimalandinu.

Pezzolano er sextándi stjórinn sem Watford ræður inn á síðustu tíu árum, en liðið endaði í 14. sæti deildarinnar undir stjórn Cleverley - með 57 stig úr 46 umferðum.


Athugasemdir
banner