Enska Championship félagið Watford er búið að ráða inn nýjan þjálfara eftir að Tom Cleverley var rekinn fyrir rúmri viku síðan.
Í þetta sinn hefur félagið ákveðið að ráða úrúgvæskan þjálfara til starfa. Sá heitir Paulo Pezzolano og stýrði síðast Real Valladolid í spænska boltanum.
Pezzolano kom Valladolid upp í efstu deild en var svo rekinn eftir fjóra mánuði á nýju tímabili í La Liga. Hann hefur verið án starfs síðan í nóvember.
Pezzolano hafði áður stýrt Cruzeiro í brasilíska boltanum, Pachuca í Mexíkó og Liverpool Montevideo í heimalandinu.
Pezzolano er sextándi stjórinn sem Watford ræður inn á síðustu tíu árum, en liðið endaði í 14. sæti deildarinnar undir stjórn Cleverley - með 57 stig úr 46 umferðum.
Watford FC are thrilled to announce Paulo Pezzolano as our new Head Coach.
— Watford Football Club (@WatfordFC) May 13, 2025
Welcome to Watford, Paulo! ???? pic.twitter.com/mfteC9JuJY
Athugasemdir