Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kveður eftir 13 ár hjá félaginu
Joel Ward.
Joel Ward.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Joel Ward mun í sumar yfirgefa Crystal Palace þegar samningur hans við félagið rennur út.

Hann hefur verið í 13 ár hjá Palace en það er sjaldgæft nú til dags að leikmaður sé svo lengi hjá einu félagi.

Á heimasíðu Crystal Palace er skrifað um það að hann hafi verið hluti af mörgum af mikilvægustu augnablikunum í nútímasögu félagsins, þar á meðal hjálpaði hann liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina 2013 þar sem það er enn í dag.

„Á sínum 13 árum þá hefur Joel verið fyrirmynd fyrir alla leikmenn Palace," segir Steve Parish, stjórnarformaður félagsins.

„Gangi þér vel með næsta ævintýri, Joel, og takk fyrir."
Athugasemdir