Ítalska félagið Como er að ganga frá kaupum á argentínska miðjumanninum Maximo Perrone frá Manchester City.
Kaupverðið er um 25 milljónir punda og gerir það hann að langdýrasta leikmanni í sögu Como.
Kaupverðið er um 25 milljónir punda og gerir það hann að langdýrasta leikmanni í sögu Como.
Perrone gekk í raðir Man City frá Velez í Argentínu fyrir 9 milljónir punda fyrir um tveimur árum síðan. City er að stórgræða á honum þrátt fyrir að hann hafi einungis spilað tvo leiki fyrir enska félagið.
Hann var á síðasta tímabili á láni hjá Las Palmas á Spáni en á yfirstandandi tímabili hefur hann verið á láni hjá Como og staðið sig með prýði.
„Hvað mig varðar þá vil ég vera hér áfram og læra hjá Como," sagði Perrone í febrúar en heimasíða félagsins hefur lýst honum sem svissnesku úri sem lætur Como tikka.
Perrone er 22 ára og kemur til með að spila með Como á Ítalíu næstu árin.
Þjálfari Como er fyrrum miðjumaðurinn Cesc Fabregas.
Athugasemdir