Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
banner
   mið 14. maí 2025 21:08
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var svekktur með að detta út úr bikarnum eftir að liðið hans tapaði 4-2 fyrir ÍBV í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„Það er auðvitað svekkjandi að tapa bikarleik, en það er bara eins og það er. Við réðum ekki við Omar Sowe í dag og ef þú ræður ekki við hann, þá getur þú lent í vandræðum sem að við gerðum. Það var okkar banabiti í dag að geta ekki haft stjórn á honum. Hann var frábær og bara til hamingju Eyjamenn," sagði Óskar.

Óskar var með Omar Sowe í liði sínu þegar hann þjálfaði Breiðablik og þekkir því vel inn á leikmanninn.

„Omar er fljótur, líkamlega sterkur og hann er góður að hlaupa á bakvið. Hann er bara öflugur alhliða framherji, sem hefur kannski stundum skort stöðugleika. Við vissum það alveg, og ef menn sáu það ekki í dag, þá sáu þeir það á laugardaginn, að það þarf að hafa sig allan við til að hafa stjórn á honum. Við gerðum það svo sem ágætlega á laugardaginn en í dag réðum við ekkert við hann. Þetta er feykilega góður lærdómur fyrir hafsentana okkar, þegar þú ert maður á mann þá verður þú að gjöra svo vel að klára manninn þinn. Ef þú nærð ekki að klára manninn þinn, þá erum við í basli," sagði Óskar.

„Eina leiðin til að læra, er að spila svona, við erum að spila svona áfram. Það má kannski segja það að við erum bara í mótun, við erum að þroskast sem lið. Þessi leikur svolítið eins og að læra að hjóla og ferð upp á hjólið. Í dag duttum við af hjólinu og þá er bara ein leið til að halda áfram að læra að hjóla, og það er að stíga á hjólið aftur, og ekki vera að hræddur við að detta. Við verðum fjótir að þurrka þennan leik úr óhreina lakinu okkar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner