
"Ég er himinnlifandi. Menn lögðu mikið á sig og þetta var erfiður leikur að spila," sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir góðan 4-1 sigur gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 4 Þór
"Völlurinn var harður og það var erfitt að ætla að spila einhvern fallegan fótbolta svo við fórum að tala um að vinna seinni bolta og annað sem gekk bara þrusuvel og fyrri hálfleikurinn sérstaklega var ljómandi góður."
Þórsarar hafa skorað 8 mörk í seinustu tveimur leikjum og þjálfarinn er mjög ánægður með sóknarleikinn. "Já að sjálfsögðu. Við erum að taka færin okkar mjög vel. Sóknarleikurinn okkar er góður. Við erum að spyrja fullt af spurningum sem lið eru í brasi með að verjast okkur. við erum að fylla teiginn vel og það er kraftur í okkur."
Ibrahima Balde var frábær í leiknum í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. "Hann gefur okkur mikið á öllum sviðum leiksins og líka inni í klefanum og á æfingasvæðinu. Ég er hrikalega ánægður með hann."
Þá segist Sigurður ekki eiga neinn draumamótherja í 8-liða úrslitunum. "Nei ég vill bara reyna að ferðast sem styst