Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Rýnt í gögnin eftir sex umferðir - Mögnuð tölfræði KR og Vestra
KR hefur náð að mynda hæsta xG í deildinni og er á sama tíma með hæsta xGA. KR hefur þá haldið mest í boltann til þess á tímabilinu.
KR hefur náð að mynda hæsta xG í deildinni og er á sama tíma með hæsta xGA. KR hefur þá haldið mest í boltann til þess á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef horft er í Expected points þá ætti Valur að vera í efsta sæti deildarinnar.
Ef horft er í Expected points þá ætti Valur að vera í efsta sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er með þrettán stig en ætti að vera með tæplega fimm miðað við tölfræðina.
Vestri er með þrettán stig en ætti að vera með tæplega fimm miðað við tölfræðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sex umferðir eru búnar í Bestu deildinni og þrjú lið eru efst í deildinni með þrettán stig. Tvö lið eru svo neðst með fjögur stig. Hér að neðan má sjá fjóra áhugaverða tölfræðiþætti eftir umferðirnar sex. Þar fyrir neðan má sjá stöðutöfluna.

Þegar gögnin á Wyscout eru skoðuð má sjá áhugaverða staðreynd. Það er ekkert leyndarmál að leikir KR hafa í flestum tilfellum verið skemmtilegustu leikir umferðirnar, en sú staðreynd að liðið er efst í 'vænt mörk' (xG) og 'vænt mörk á móti' (xGA) er nokkuð mögnuð. XG er reiknað út frá líkum á því að boltinn fari í markið út frá stöðum sem liðin koma sér í og eru allar tilraunir lagðar saman, langskot telja t.d. mun minna heldur en dauðafæri. Ef lið er með 2,2 í xG þá er eðlilegt að liðið hafi náð að skora tvö mörk í leiknum.

Vaninn er að toppliðin séu efst eða við toppinn þegar horft er í xG. Liverpool er sem dæmi langhæst í xG í ensku úrvalsdeildinni, Chelsea er í öðru sæti og Arsenal og Manchester City þar á eftir. Arsenal og Liverpool eru svo lægst í úrvalsdeildinni í xGA en botnliðin; Southampton, Ipswich og Leicester eru efst í þeim tölfræðiflokki.

KR hefur skorað flestu mörkin í deildinni, nítján mörk, eða fimm mörkum meira en Valur. KR er svo með þriðju flestu mörkin fengin á sig, ellefu mörk, eða fjórum mörkum færra en ÍA og KA.

Út frá xG og xGA í hverjum leik eru svo reiknað 'vænt stig' eða 'Expected points'. Það getur oft verið gott að sjá hvernig spilamennska liða er yfir ákveðin tíma að horfa í vænt stig. Miðað við þá tölfræði ætti Valur að vera í efsta sæti en Vestri, sem er í öðru sæti, ætti að vera í neðsta sæti! Vestri hefur nýtt sín færi mjög vel og sömuleiðis átt að hafa fengið á sig mun fleiri mörk. Vestri hefur einungis fengið á sig tvö mörk en xGA á Vestra eru tæp ellefu mörk samanlagt í leikjunum sex.

FH aftur á móti ætti að vera ofar í deildinni ef horft er í þessa tölfræði. FH hefði átt að vera með einu marki meira skorað á tímabilinu og að hafa fengið á sig tveimur mörkum færra. KR hefur skorað fjórum mörkum meira en xG segir til en Afturelding ætti að hafa skorað tíu mörk, en hefur einungis skorað fjögur. Afturelding hefur á sama tíma einungis fengið á sig sjö mörk en hefði, miðað við tölfræðina, átt að hafa fengið á sig ellefu mörk. ÍA og KA hafa þá fengið á sig of mörg mörk miðað við xG útreikninga.

Þetta er allt að sjálfsögðu til gamans gert, það sem skiptir máli er að skora fleiri mörk en andstæðingurinn, en FH sem dæmi getur horft í frammistöðu sína og hugsað að liðið ætti að vera með fleiri stig. Vestramenn geta á sama tíma verið afskaplega ánægðir með skilvirkni sína.

Hér að neðan má einnig sjá hversu mikið liðin eru með boltann að meðaltali í leik. KR heldur mest í boltann og ÍA minnst miðað við samantekt Wyscout.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
12.    KA 6 1 1 4 6 - 15 -9 4
Athugasemdir
banner