Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Begovic um Hákon Rafn: Á bjarta framtíð og getur náð langt
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Asmir Begovic, markvörður Everton, kemur aftur til Íslands í sumar.
Asmir Begovic, markvörður Everton, kemur aftur til Íslands í sumar.
Mynd: Toggipop
Asmir Begovic, sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni í mörg ár, er með miklar mætur á íslenskum markvörðum.

Begovic mun í sumar mæta til Íslands annað árið í röð og vera hér með markvarðarakademíu fyrir efnilega íslenska markverði. Námskeiðið í fyrra sló í gegn þar sem fjöldi efnilegra markvarða hvaðanæva af landinu og erlendis æfðu undir handleiðslu frábærra þjálfara.

„Ég hef séð smá frá Hákoni. Ég sá hann spila gegn Tottenham og hann spilaði líka nokkra bikarleiki," sagði Begovic í samtali við Fótbolta.net er hann var spurður út í Hákon Rafn Valdimarsson sem er á mála hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Hákon, sem er 23 ára, er varamarkvörður Brentford og aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.

„Ég væri alveg til í að sjá meira af honum. Til þess að vera í þessari stöðu hjá Brentford þarftu að vera hæfileikaríkur og fólk þarf að trúa á þig. Hann á bjarta framtíð og getur náð langt."

Begovic var svo spurður út í íslenska markverði almennt. „Þið eigið mjög góða markverði og þannig er það í Skandinavíu heilt yfir. Þeir eru sterkir líkamlega, gáfaðir og hugrakkir. Mér finnst það vera góð blanda. Ég er ekki hissa á því að það komi mjög góðir markverðir frá Íslandi," sagði Begovic sem er á mála hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni hér fyrir neðan.
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Athugasemdir
banner
banner