Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 15. maí 2025 00:21
Anton Freyr Jónsson
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári og Stjarnan mættust  á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkubikar karla og hafði Stjarnan betur eftir vítaspyrnukeppni en leikið var til þrautar í Akraneshöllinni í kvöld og áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn.

 Kára menn eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu í 120 mínútur í kvöld en Káramenn náðu tvisvar að koma til baka. Fótbolti.net ræddi við Alexander Aron Davorsson sem er einn af þremur þjálfurum Kára.


Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

„Skrítin tilfinning maður er stoltur en samt á sama skapi svolítið súr, en frábær frammistaða og ég hef ekki séð svona góða frammistöðu neðrideildar liði á móti efstudeildar liði held ég bara á Íslandi."

„Ég held bara að lið verður að liði og margir einstaklingar leggja sig saman að ná einhverju markmiði að þá geturu gert allt og það er bara þannig. Það sem gerist hérna í Kára, strákar með núll krónur, bara passion og líka bara hvernig þeir spiluðu leikinn, Frammistaðan var bara fáránlega góð og ég er bara hrikalega stoltur af leikmönnunum og umgjörðinni, bæjarfélaginu og allir sem komu að leiknum bara frábært."

„Við lendum tvisvar undir í þessum leik og hættum aldrei, það eru fimmtán mínútur eftir í framlengingunni og við höldum áfram og það er fáránlegt hvað það var mikil orka í þessum mönnum. Þetta er bara mikið hrós til þeirra og það væri hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta."



Athugasemdir
banner