Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   fim 15. maí 2025 00:21
Anton Freyr Jónsson
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Alexander Aron einn af þjálfurum Kára var stolltur af frammistöðu Kára í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kári og Stjarnan mættust  á Akranesi í 16-liða úrslitum Mjólkubikar karla og hafði Stjarnan betur eftir vítaspyrnukeppni en leikið var til þrautar í Akraneshöllinni í kvöld og áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn.

 Kára menn eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu í 120 mínútur í kvöld en Káramenn náðu tvisvar að koma til baka. Fótbolti.net ræddi við Alexander Aron Davorsson sem er einn af þremur þjálfurum Kára.


Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

„Skrítin tilfinning maður er stoltur en samt á sama skapi svolítið súr, en frábær frammistaða og ég hef ekki séð svona góða frammistöðu neðrideildar liði á móti efstudeildar liði held ég bara á Íslandi."

„Ég held bara að lið verður að liði og margir einstaklingar leggja sig saman að ná einhverju markmiði að þá geturu gert allt og það er bara þannig. Það sem gerist hérna í Kára, strákar með núll krónur, bara passion og líka bara hvernig þeir spiluðu leikinn, Frammistaðan var bara fáránlega góð og ég er bara hrikalega stoltur af leikmönnunum og umgjörðinni, bæjarfélaginu og allir sem komu að leiknum bara frábært."

„Við lendum tvisvar undir í þessum leik og hættum aldrei, það eru fimmtán mínútur eftir í framlengingunni og við höldum áfram og það er fáránlegt hvað það var mikil orka í þessum mönnum. Þetta er bara mikið hrós til þeirra og það væri hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta."



Athugasemdir
banner
banner