
„Hlutirnir gengu ekki upp, við erum að gefa mörk og gerðum það mjög illa, en fram að því fannst mér við eiga besta færi leikins og það er kannski stóri munurinn á milli liðanna í dag," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í kvöld.
„Við gerðum mikla tilraun til að jafna leikinn í restina en inn vildi boltinn ekki, það er svolítið staðan á okkur þessa dagana."
„Við gerðum mikla tilraun til að jafna leikinn í restina en inn vildi boltinn ekki, það er svolítið staðan á okkur þessa dagana."
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Afturelding
Það var ekki mikið af færum í leiknum í dag. Var uppleggið að þétta raðirnar eftir að hafa fengið á sig sex mörk gegn Val á laugardag?
„Klárlega, við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við þurfum að bæta varnarleikinn, og gerðum það. Ég man ekki eftir færi sem Afturelding fékk í þessum leik, markið sem þeir skoruðu lögðum við svolítið upp í hendurnar á þeim, útfærðum það mjög illa og hefðum auðveldlega átt að koma í veg fyrir það. Annars man ég ekki eftir færi hjá þeim. Bæting á því, en engan veginn nógu gott."
Jón Þór var spurður út í Hinrik Harðarson sem ÍA seldi fyrir mót og ræddi einnig um sjálfstraust í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Hann var í lokin spurður út í mögulega á pressu á sér sem þjálfari ÍA eftir tvö stór töp í síðustu fjórum leikjum og svo þetta bikartap. ÍA er með sex stig eftir sex umferðir í Bestu deildinni og situr í 10. sæti.
„Það er alltaf pressa á þjálfaranum, ÍA er stórkostlegt félag og það er alltaf pressa að sýna bætingu, bæta liðið, gera betur og vinna liðið. Það er alveg klárt mál," sagði Jón Þór.
Athugasemdir