Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
   mið 14. maí 2025 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV var ánægður með leik sinna manna í kvöld og fannst þetta vera sanngjörn úrslit þegar þeir unnu KR 4-2 og eru því komnir áfram í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„KR-ingarnir eru bara ógeðslega góðir. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera í vandræðum, þetta var bara svolítið laust og við breyttum aðeins í hálfleik. Síðan líka með skiptingunum, reyndum að þétta aðeins inn á miðjunni. Mér fannst þeir vera að spila aðeins of auðveldlega í gegnum miðjuna hjá okkur á köflum. Í heildina þá fáum við alveg rosalega mikið af færum í þessum leik, líka fyrir utan mörkin sem við skorum. Þannig bara frábær frammistaða hjá liðinu."

ÍBV er núna búið að henda bæði KR og Víkingum úr leik, tvö af bestu liðum Bestu deildarinnar. Það hentar þeim greinilega ágætlega að spila gegn stóru liðunum.

„Við höfum hugsað þetta þannig, að við erum bara með nýtt lið. Mikið af ungum leikmönnum í hópnum og höfum bara hugsað þetta, þegar við erum að spila við þessi stærri lið að bara þróa okkar lið og vera óhræddir við að spila. Það gekk svona misvel í dag, við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel en í heildina þá held ég að ÍBV liðið sé bara að stækka með hverjum leik."

Omar Sowe haltraði af velli í uppbótartíma en Þorlákur heldur að það séu ekki alvarleg meiðsli.

„Þetta hefur bara verið eitthvað smotterí, verða bara einhverjir 1-2 dagar vonandi. Það er bara búið að vera hátt tempó í báðum þessum leikjum á móti KR. Leikstíllinn hjá KR er þannig að ef þú ert ekki tilbúinn að hlaupa og berjast, þá ertu bara í miklum vandræðum og tekur mikið á. Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið. Það er bara þannig. Þetta tekur toll, en ég held að hann verði í lagi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner