Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 15:21
Elvar Geir Magnússon
David kveður Lille - Hefur úr stórliðum að velja
Jonathan David hefur staðfest að hann sé á förum frá Lille.
Jonathan David hefur staðfest að hann sé á förum frá Lille.
Mynd: EPA
Kanadíski landsliðsmaðurinn Jonathan David hefur staðfest að hann muni yfirgefa Lille þegar samningur hans við franska félagið rennur út.

Þessi 25 ára sóknarmaður kveður stuðningsmenn Lille á Instagram síðu sinni en hann mun færa sig um set á frjálsri sölu í sumar.

Fjölmiðlar segja að David muni þó kosta sitt og talað um að með launakostnaði, undirstriftarverði og umboðsmannalaunum séu það um 34 milljónir evra,

David hefur verið orðaður við Arsenal, Liverpool og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni. Félög á Spáni og Ítalíu munu líka reyna að krækja í hann og ítalskir fjölmiðlar segja Napoli leggja mikla áherslu á að reyna að fá hann til sín.

Newcastle og Barcelona eru þá sögð hafa sett sig í samband við umboðsmenn leikmannsins. David hefur sagt að það yrði draumur að spila fyrir Börsunga enda sé það félag sem hann hafi alist upp við að horfa á þegar hann var yngri.

David hefur skorað 25 mörk í 48 leikjum á þessu tímabili en samvinna hans og Hákonar Arnars Haraldssonar hefur fengið mikið lof.



Athugasemdir
banner
banner