Jeremie Frimpong, vængbakvörður Leverkusen, er sterklega orðaður við Englandsmeistarana í Liverpool þessa dagana. Liverpool er í leit að manni í staðinn fyrir Trent Alexander-Arnold sem fer til Real Madrid í sumar.
Hollenski landsliðsmaðurinn virðist passa vel inn í leikkerfi Arne Slot, hefur verið í stóru hlutverki hjá Leverkusen sem hefur leikið vel með Xabi Alonso sem stjóra.
Hollenski landsliðsmaðurinn virðist passa vel inn í leikkerfi Arne Slot, hefur verið í stóru hlutverki hjá Leverkusen sem hefur leikið vel með Xabi Alonso sem stjóra.
Frimpong er með 35 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum sem hægt er að virkja í sumarglugganum.
Í vikunni hefur verið ýjað að því að skipti Frimpong til Liverpool séu vel á veg komin, en Fernando Carro, stjórnaformaður Leverkusen, segir að þýska félagið sé ekki meðvitað um neitt slíkt.
„Jeremie Frimpong er með langan samning við okkur, sem er með klásúlu, en á þessum tímapunkti erum við ekki meðvitaðir um nein félagaskipti," sagði Carro við RTL.
Frimpong er 24 ára og hefur verið hjá Leverkusen síðan 2021 þegar hann kom fra Celtic. Hann er uppalinn hjá Manchester City.
Athugasemdir