
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Aftureldingar, var ekki með liðinu þegar það mætti Vestra á laugardag. Hann var ónotaður varamaður í sigrinum gegn Stjörnunni þar á undan.
Oliver er að glíma við meiðsli í læri og er ólíklegur fyrir bikarleikinn gegn ÍA sem fram fer á morgun. Næsti leikur þar á eftir er deildarleikur gegn KR á heimavelli og er stefnan sett á þann leik.
Oliver er að glíma við meiðsli í læri og er ólíklegur fyrir bikarleikinn gegn ÍA sem fram fer á morgun. Næsti leikur þar á eftir er deildarleikur gegn KR á heimavelli og er stefnan sett á þann leik.
Oliver er þrítugur varnarsinnaður miðjumaður sem kom til Aftureldingar frá Breiðabliki í vetur. Ef hann spilar gegn KR mun hann mæta sínum fyrrum þjálfara, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, en Óskar var þjálfari Olivers hjá Breiðabliki 2020-2023.
Framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson var sömuleiðis ekki með Vestra. Hann hefur verið meiddur á nára, mun ekki ná leiknum gegn ÍA en gæti náð leiknum gegn KR.
Athugasemdir