Það eru ansi miklar líkur á því að danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen muni verða markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi þetta sumarið.
Patrick hefur gert sex mörk í sex leikjum í sumar, og hefur alls skorað 122 mörk í 195 leikjum í efstu deild.
Patrick hefur gert sex mörk í sex leikjum í sumar, og hefur alls skorað 122 mörk í 195 leikjum í efstu deild.
Tryggvi Guðmundsson á metið í dag en hann skoraði 131 mark í 241 leik.
„Hann er einn besti markaskorari sem hefur spilað í þessari deild og á að vera í einu af bestu liðunum í þessari deild," sagði Almarr Ormarsson þegar rætt var um Patrick í Innkastinu.
Patrick skoraði tvennu í 6-1 sigri gegn ÍA á dögunum en það er spurning hvort hann nái að jafna eða bæta metið í 22 leikjum, áður en deildin skiptist.
Patrick hefur alla tíð á Íslandi leikið með Val en hann kom fyrst hingað til lands árið 2013.
Athugasemdir