Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
   fim 15. maí 2025 00:00
Hilmar Jökull Stefánsson
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Elmar Kári.
Elmar Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að vinna hérna, ógeðlega erfitt að koma á þennan völl og sækja sigra, það er mikil barátta í Skagamönnum og erfitt að vinna þá. Ég er mjög sáttur og strákarnir sáttir líka," sagði Elmar Kári Enesson Cogic, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur á ÍA í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Afturelding tapaði síðasta leik á undan, 2-0, á Ísafirði á laugardag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Afturelding

„Okkur langar að gera vel í bikar, það er ákveðin hvatning. Þegar þú tapar leikjum á leiðinlegan hátt eins og síðast þá viltu sækja fleiri sigra og við mættum bara með allt annað hugarfar inn í þennan leik."

Elmar Kári er kominn á fullt eftir að hafa glímt við meiðsli í aðdraganda mótsins. Hvernig er að spila fyrir uppeldisfélagið á stærsta sviðinu?

„Ógeðslega gaman, draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni með öllum strákunum, frábærum þjálfurum og í frábærri umgjörð. Ég gæti ekki verið sáttari."

Aftureldin er með sjö stig eftir sex umferðir í Bestu deildinni og liðið er komið í 8-liða úrslitin í Mjólkurbikanum. Hvernig finnst þér þetta fara af stað, eigið þið heima á stærsta sviðinu?

„Mér finnst það klárlega og við höfum allir trú á því. Við þurfum bara að halda áfram að gera vel í deildinni. Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert upp á síðkastið, og reynum að verða stöðugri í okkar leik, þá eru allir vegir færir. Ég hef bara fulla trú á þessu," sagði Elmar Kári.
Athugasemdir
banner
banner