Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 08:55
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man Utd fá takmarkað magn miða vegna sparnaðar hjá Ratcliffe
Sir Jim Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti hjá Manchester United.
Mynd: EPA
Manchester United hefur ákveðið að takmarka miðafjölda fyrir leikmenn sína á úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham Hotspur, sem fram fer miðvikudaginn 21. maí á San Mamés-vellinum í Bilbao.

Samkvæmt ákvörðun félagsins fær hver leikmaður aðeins tvo frímiða á leikinn og þurfa sjálfir að skipuleggja ferð fyrir vini og fjölskyldu. Leikmenn fá möguleika á að kaupa allt að tíu miða til viðbótar.

Þessar ákvarðanir eru liður í sparnaðaraðgerðum hjá Manchester United sem Sir Jim Ratcliffe hefur stýrt. Þær hafa einnig falið í sér uppsagnir og niðurskurð á fríðindum fyrir starfsfólk. Félagið mun ekki lengur bjóða upp á fría miða fyrir starfsfólk og mun í stað þess skipuleggja hópáhorf á leikinn í Manchester.

Félagið setur eins marga miða og mögulegt er, af þeim 15 þúsund sem það fær, í sölu til stuðningsmanna.

Ef United vinnur leikinn gegn Tottenham er áætlað að fagna með grillveislu á æfingasvæðinu í Carrington. Vegna annasamrar dagskrár liðsins, sem felur í sér leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa þann 25. maí og æfingaferð til Asíu, yrði erfitt að skipuleggja alvöru sigurhátíð í Manchester.

Leikmenn, þar á meðal Bruno Fernandes og Diogo Dalot, þurfa auk þess að mæta beint til landsliðsverkefna eftir tímabilið, þar sem landsliðsgluggi er í byrjun júní.
Athugasemdir
banner
banner