Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Bestudeildarlið mætast í 16-liða úrslitum
KR og ÍBV mætast aftur.
KR og ÍBV mætast aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það ríkir mikil spenna í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla sem hófust í gær þegar Þór heimsótti Selfoss og rúllaði yfir lærisveina Bjarna Jóhannssonar.

Í dag eru fimm leikir á dagskrá þar sem má finna tvo Bestudeildarslagi. Annar þeirra fer fram á Akranesi og hinn í Laugardalnum.

ÍA tekur á móti Aftureldingu í fyrsta leik dagsins, skömmu áður en klassískur slagur KR gegn ÍBV verður flautaður á. Til gamans má geta að KR og ÍBV áttust við um helgina í Bestu deildinni og höfðu KR-ingar betur 4-1.

KR spilar heimaleiki sína á AVIS-vellinum í Laugardal í byrjun sumars.

Keflavík, Valur og Kári eiga einnig heimaleiki í dag.

Valur tekur á móti Lengjudeildarliði Þrótts R. á Hlíðarenda og Keflavík fær Víking í heimsókn frá Ólafsvík áður en Stjarnan heimsækir Kára í Akraneshöllina.

Víkingur Ó. og Kári leika í 2. deild.

Leikir dagsins
17:30 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)
18:00 KR-ÍBV (AVIS völlurinn)
18:00 Keflavík-Víkingur Ó. (HS Orku völlurinn)
19:15 Valur-Þróttur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
20:00 Kári-Stjarnan (Akraneshöllin)
Athugasemdir
banner