Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City leggur fram tilboð í Wirtz
Mynd: EPA
Christian Falk hjá Bild segir frá því í dag að Manchester City hafi lagt fram tilboð í Florian Wirtz hjá Bayer Leverkusen.

Hann er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester City og Bayern Munchen.

Bild sagði frá því í síðustu viku að Wirtz væri búinn að ná samkomulagi við Bayern og komu þau tíðindi forráðamönnum Leverkusen mjög á óvart og fengu þeir þau svör frá umboðsaðilum Wirtz að það væri ekki búið að ganga frá neinu, allt væri opið.

Sagt er að Pep Guardiola hafi oft talað við Wirtz og vilji að þýski landsliðsmaðurinn taki við hlutverki Kevin de Bruyne sem fer frá City í sumar.

Bayern er sagt tilbúið að greiða 100 milljónir evra fyrir Wirtz en Leverkusen vill fá 150 milljonir evra fyrri hann. Wirtz er samningsbundinn Leverkusen fram á sumarið 2027. Viðræður um nýjan samning fóru af stað í vetur en þær sigldu í strand.
Athugasemdir
banner