Þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz hefur einnig fundað með Liverpool um möguleg félagaskipti.
Wirtz er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester City og Bayern Munchen. Talið er að hann vilji helst fara til síðarnefnda félagsins.
Wirtz er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester City og Bayern Munchen. Talið er að hann vilji helst fara til síðarnefnda félagsins.
Núna segir Kicker í Þýskalanid frá því að Englandsmeistarar Liverpool hafi bæst í kapphlaupið.
Wirtz var á Englandi í gær þar sem hann fundaði með bæði Liverpool og Manchester City. Foreldrar hans voru með í ferðinni en þau eru einnig ráðgjafar hans.
Talið er að Bayer Leverkusen vilji fá um 150 milljónir evra fyrir þennan hæfileikaríka leikmann.
Athugasemdir