Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór félög á eftir Xavi Simons sem vill fara í sumar
Xavi Simons.
Xavi Simons.
Mynd: EPA
Hollenski landsliðsmaðurinn Xavi Simons hefur óskað eftir því að fara frá RB Leipzig í sumar.

Hinn 22 ára gamli Simons spilar annað hvort sem sóknarsinnaður miðjumaður eða á kantinum.

Hann hefur leikið með Leipzig frá 2023 en hann kom fyrst til félagsins frá Paris Saint-Germain á láni. Hann var svo keyptur til Leipzig fyrir 50 milljónir evra og er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Núna segir Fabrizio Romano að Simons vilji fara annað og er áhugi á honum frá Bayern München. Einnig eru stór félög í ensku úrvalsdeildinni meðvituð um stöðu hans, þar á meðal Liverpool og Manchester United.

Í heildina hefur Simons komið að 43 mörkum í 75 leikjum með Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner