Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
   mið 14. maí 2025 20:40
Sverrir Örn Einarsson
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög ánægður strax í byrjun þar sem við skorum gott mark og erum komnir með forystu. Svo bara slokknar á því og ég veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér og ætli sér að fara á sjálfstýringu en það varð raunin.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um fyrri hálfleikinn í 5-2 sigri Keflvíkinga á Víking Ó. í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld þar sem Keflvíkingar voru í töluverðum vandræðum framan af fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  2 Víkingur Ó.

Keflvíkingar bættu þó vel í í hálfleik eftir að liðin höfðu gengið til búningsherberja i jafnri stöðu 2-2. Haraldur var því að vonum ánægður með síðari hálfleikinn.

„Hægt og bítandi vinnum við okkur inn í fyrri hálfleikinn og náum að jafna. Svo í síðari hálfleik getum við sagt að það komi allt annað lið inn á völlinn og við vinnum verðskuldað hérna í dag 5-2 og hefðum getað bætt við mörkum.“

Keflvíkingar skoruðu snemma í báðum hálfleikjum en helsti munurinn var sá að liðið fylgdi því eftir í þeim síðari og bætti í pressu sína ef eitthvað er.

„Við vorum miklu nær þeim og aggresívari. Við klukkum þá og erum byrjaðir að hlaupa og vinna fyrsta boltann og annan boltann sem eru grunnatriði í fótbolta sem verða að vera til staðar. Og mér fannst við gera það vel í síðari hálfleik."

Keflavík verður í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit og var svar Haraldar um mögulega óska mótherja ekki flókið.

„Mér er alveg sama, bara að við fáum heimaleik. “

Allt viðtalið við Harald má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner