Heimild: RÚV
RÚV greinir frá því að ekkert verður af fyrirhugaðri sameiningu fótboltafélaganna Víði Garði og Reyni Sandgerði eftir að félögin felldu sameininguna sjálf.
Víðir og Reynir eru nágrannar á Suðurnesjunum og höfðu bæði félög undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu ásamt bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ á síðasta ári.
Sameiningin átti að eiga sér stað á næsta ári en tillagan var felld á aðalfundi beggja félaga.
Sandgerðingar felldu tillöguna með miklum meirihluta á meðan Garðsmenn samþykktu hana með naumum meirihluta. Tvo þriðju atkvæða þurfti til að samþykkja og því var tillagan felld á báðum fundum.
Sameinað lið Víðis og Reynis átti að leika í Sandgerði og nýta völlinn í Garði til æfinga.
Víðir leikur í 2. deild og er Reynir í 3. deild.
Athugasemdir