Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 23:34
Elvar Geir Magnússon
Awoniyi haldið sofandi á sjúkrahúsi
Taiwo Awoniyi í leik með Forest.
Taiwo Awoniyi í leik með Forest.
Mynd: EPA
Taiwo Awoniyi er haldið sofandi á gjörgæsludeild eftir að hafa gengist undir fyrsta hluta aðgerðar vegna alvarlegra meiðsla í kviðarholi.

Þessi sóknarmaður Nottingham Forest lenti harkalega á stönginni í jafnteflisleik gegn Leicester á sunnudag og eru meiðsli hans mun alvarlegri en talið var í fyrstu.

Guardian segir að Awoniyi sé ekki í lífshættu en sé haldið sofandi því það hjálpi til við að takmarka hreyfingar hans og stjórna hjartslættinum.

Forest sagði í yfirlýsingu síðdegis á þriðjudag að Awoniyi væri á batavegi og að eigandinn Evangelos Marinakis hafi stormað inn á völlinn eftir leikinn vegna alvarleika meiðslana. Félagið segir það 'falsfréttir' að Marinakis hafi verið að láta stjórann Nuno Espírito Santo heyra það.

Awoniyi lenti á stönginni eftir að aðstoðardómarinn hafði beðið með að lyfta flaggi sínu til að hægt væri að framkvæma VAR skoðun ef á þyrfti að halda. Það var þó augljós rangstaða. Eftir meiðsli Awoniyi hefur skapast umræða um þessa reglu og hættuna sem hún býður upp á.
Athugasemdir
banner
banner