Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 23:27
Brynjar Ingi Erluson
Bournemouth og Real Madrid búin að ná samkomulagi
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth hefur náð samkomulagi við Real Madrid um spænska varnarmanninn Dean Huijsen. Fabrizio Romano greinir frá.

Huijsen, sem er tvítugur, er með 50 milljóna punda klásúlu í samningi sínum við Bournemouth.

Real Madrid hefur átt í viðræðum við Bournemouth um greiðsluáætlun en félagið mun greiða upphæðina í þremur greiðslum og mun sú síðasta skila sér í lok næsta árs.

Romano segir að félögin hafi nú náð endanlegu samkomulagi og þá er Huijsen kominn með samningstilboð frá Real Madrid, en draumur hans er að fara aftur til Spánar.

Arsenal, Chelsea og Liverpool voru sögð í baráttunni og munu halda áfram að fylgjast með stöðunni og eru tilbúin að stökkva inn ef viðræðurnar hjá Huijsen og Real Madrid fara úrskeiðis.

Real Madrid hefur verið í varnarmanna krísu síðustu ár og meiðsli herjað hópinn, en ekki er gert ráð fyrir að félagið bæti fleiri miðvörðum við hópinn á þessu ári.

Félagið er enn að skoða það að fá William Saliba eða Ibrahima Konate á næsta ári. Konate verður samningslaus eftir næsta tímabil og er Liverpool enn í viðræðum við hann á meðan Arsenal hóf samningaviðræður við Saliba fyrir nokkrum vikum. Saliba er bundinn Arsenal til 2027.
Athugasemdir