Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Missir Tottenham annan lykilmann fyrir úrslitaleikinn?
Dejan Kulusevski fagnar marki.
Dejan Kulusevski fagnar marki.
Mynd: EPA
Tottenham verður mögulegan án Dejan Kulusevski í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Manchester United.

Kulusevski, sem er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Tottenham, meiddist á hné gegn Crystal Palace á dögunum.

Samkvæmt Telegraph þá missti hann af síðustu æfingum Spurs og er tæpur fyrir úrslitaleikinn mikilvæga.

Það væri mikið högg fyrir Tottenham að missa Kulusevski í meiðsli því James Maddison og Lucas Bergvall eru einnig á meiðslalistanum.

Hjá Manchester United koma Joshua Zirkzee og Lisandro Martinez ekki meira við sögu á tímabilinu og Diogo Dalot er tæpur fyrir leikinn við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner