Joao Pedro, Madueke, Nunez, Guehi, Mbeumo, Gyökerez, Wirtz, Sesko og fleiri góðir í slúðri dagsins
Jelena Tinna: Mjög leiðinlegt að missa hana
Blendnar tilfinningar hjá Hilmari: Harðasti Þróttari landsins á afmæli
Venni eftir stórt tap gegn Fjölni: Erum bara slegnir kaldir
Maggi: Það verður að bíða þangað til á næsta ári
Gunnar Már eftir fyrsta sigurinn: Er orðlaus að mörgu leyti
Vuk: Ætlum að vinna bikarinn og komast í Evrópu
Rúnar Kristins: Það þarf að reyna annars koma þeir ekki
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
   mið 14. maí 2025 20:30
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í raun bara léleg byrjun. Við fáum á okkur mark eftir tvær mínútur og svo annað eftir tíu og í stöðunni 4-2 þá er þetta bara orðið erfitt.“ Sagði Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkinga eftir 5-2 tap hans mann gegn Keflvík fyrr í kvöld um það hvað gerði útslagið í leiknum eftir að liðin höfðu gengið jöfn 2-2 til búningsherbergja í hálfleik. Brynjar var þó mjög ánægður með fyrri hálfleik sinna manna.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  2 Víkingur Ó.

„Mér fannst við vera með yfirhöndina í fyrri hálfleik og ég lét þá vita í hálfleik að það væru tækifæri fyrir okkur að vinna þennan leik. En Keflavík bara setti í næsta gír og keyrði aðeins á okkur og verðskulduðu sigurinn. “

Framan af leik gekk leikplan Víkinga vel upp, Voru þeir þéttir til baka og nýttu hröð upphlaup vel.

„Við ætluðum að finna réttu augnablikin til þess að stíga upp á þá. Keflavík er bara mjög gott lið, eitt besta liðið í Lengjudeildinni og við þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því. Ákváðum að falla aðeins neðar. Eitthvað sem við erum kannski ekki vanir að gera en mér fannst það ganga vel.“

Nú þegar Mjólkurbikardraumur Víkinga er úti bíður þeirra hörð barátta í 2. deildinni. Markmið Brynjars og liðsins eru skýr.

„Við ætlum alla leið. Maður vill alltaf gera betur en árið áður og við vorum stigi frá þessu í fyrra. Við teljum okkur vera með gott lið,“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan,
Athugasemdir
banner
banner