Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mið 14. maí 2025 20:30
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í raun bara léleg byrjun. Við fáum á okkur mark eftir tvær mínútur og svo annað eftir tíu og í stöðunni 4-2 þá er þetta bara orðið erfitt.“ Sagði Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkinga eftir 5-2 tap hans mann gegn Keflvík fyrr í kvöld um það hvað gerði útslagið í leiknum eftir að liðin höfðu gengið jöfn 2-2 til búningsherbergja í hálfleik. Brynjar var þó mjög ánægður með fyrri hálfleik sinna manna.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  2 Víkingur Ó.

„Mér fannst við vera með yfirhöndina í fyrri hálfleik og ég lét þá vita í hálfleik að það væru tækifæri fyrir okkur að vinna þennan leik. En Keflavík bara setti í næsta gír og keyrði aðeins á okkur og verðskulduðu sigurinn. “

Framan af leik gekk leikplan Víkinga vel upp, Voru þeir þéttir til baka og nýttu hröð upphlaup vel.

„Við ætluðum að finna réttu augnablikin til þess að stíga upp á þá. Keflavík er bara mjög gott lið, eitt besta liðið í Lengjudeildinni og við þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því. Ákváðum að falla aðeins neðar. Eitthvað sem við erum kannski ekki vanir að gera en mér fannst það ganga vel.“

Nú þegar Mjólkurbikardraumur Víkinga er úti bíður þeirra hörð barátta í 2. deildinni. Markmið Brynjars og liðsins eru skýr.

„Við ætlum alla leið. Maður vill alltaf gera betur en árið áður og við vorum stigi frá þessu í fyrra. Við teljum okkur vera með gott lið,“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan,
Athugasemdir
banner