Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 14:10
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti: Hefði skrifað undir með eigin blóði
Ancelotti segir allt í góðu milli sín og Real Madrid og hann verði alltaf stuðningsmaður félagsins.
Ancelotti segir allt í góðu milli sín og Real Madrid og hann verði alltaf stuðningsmaður félagsins.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti segir að aldrei hafi verið vandamál milli sín og Real Madrid og vill ekki gera mikið úr því að hann sé að hætta hjá félaginu og taka við brasilíska landsliðinu.

Real Madrid ákvað að komið væri að leiðarlokum hjá félaginu og Ancelotti og er búið að gera samkomulag við Xabi Alonso um að hann taki við liðinu.

Brasilíska sambandið staðfesti í gær að Ancelotti væri að fara að taka við landsliði þjóðarinnar en ekki hefur komið nein yfirlýsing frá Real Madrid.

„Það væri frábært ef ég þyrfti ekki að vera á þessum fréttamannafundi í dag. Það eru hlutir sem ég geti ekki útskýrt núna því ég er þjálfari Real Madrid og vil sýna félaginu virðingu," segir Ancelotti.

„Frá og með 26. maí verð ég þjálfari Brasilíu. Það er mikilvæg áskorun en ég vil klára þetta magnaða ævintýri hér á góðan hátt. Það hefur aldrei verið vandamál milli mín og Real Madrid og mun aldrei verða. Þetta félag er í hjarta mínu en allt í lífinu tekur enda."

„Félagið gæti þurft ferska vinda. Þessu er að ljúka af ýmsum ástæðum. Ég er ekki hér til að gera eitthvað mál úr því. Ég er þakklátur Real Madrid og verð alltaf stuðningsmaður. Félagið gefur út yfirlýsingu þegar það vill gera það. Það er ekkert vandamál."

Undir stjórn Ancelotti hefur Real Madrid unnið fimmtán titla, þar á meðal þrjá Meistaradeildartitla.

„Ef ég hefði vitað það þegar ég kom hingað hvað myndi gerast þá hefði ég skrifað undir með eigin blóði. Þetta hefur verið ógleymanlegur tími," segir Ancelotti.
Athugasemdir
banner