Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milos yfirgefur Al-Wasl í sumar
Mynd: Al Wasl
Milos Milojevic er samkvæmt Al-Khaleej á förum frá Al-Wasl eftir að tímabilinu lýkur. Al-Khaleej er fjölmiðill í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hvar Milos hefur starfað í tæp tvö ár.

Hann gerði Al-Wasl að tvöföldum meisturum í fyrra en þetta tímabil hefur verið aðeins strembnara. Liðið komst í útsláttarkeppnina í Meistaradeild Asíu og fór aftur í úrslitaleik forsetabikarsins en tapaði þar í framlengingu.

Sagt er að Milos og stjórn félagsins hafi náð samkomulagi sín á milli að hann stigi til hliðar í sumar en hann er samningbundinn í eitt ár í viðbót.

Milos er 42 ára og var lengi vel á Íslandi, kom hingað fyrst sem leikmaður en síðar varð hann þjálfari Víkings og Breiðabliks. Hann stýrði svo Mjällby, Hammarby og Malmö í Svíþjóð og Rauðu Stjörnunni í Serbíu áður en hann fór til furstadæmanna.

Liðið er að spila í deildinni sem stendur og með sigri fer liðið upp í fjórða sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Ef allt gengur upp getur Al-Wasl endað í 2. sæti deildarinnar.

Í umfjöllun Al-Khaleej er sagt að Milos sé ekkert endilega á förum frá furstadæmunum því það sé áhugi frá þremur félögum þar að ráða hann til starfa.
Athugasemdir
banner
banner