Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Stækka HM kvenna í 48 þjóðir
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alþjóðafótboltasambandið FIFA hefur tilkynnt fjölgun á þátttakendum í heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Þetta er í takt við breytingarnar sem hafa átt sér stað í karlaboltanum á undanförnum árum.

Frá og með HM 2031 verður keppnin stækkuð með þeim hætti að 48 þjóðir mæta til leiks á lokamótið.

HM 2027 fer fram í Brasilíu og verður það síðasta HM með 32 liðum.

HM 2031 fer hins vegar fram í Bandaríkjunum, alveg eins og HM karla á næsta ári sem mun einnig innihalda 48 landslið.

Þessar breytingar eru gerðar til að gefa fleiri þjóðum og leikmönnum tækifæri til að sanna sig á stærsta sviðinu. Þá vonast FIFA til að þetta muni hjálpa við að auka fjárfestingar í kvennafótbolta á heimsvísu.

Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM í sögu sinni en markmiðið er að komast á lokamótið í Brasilíu eftir tvö ár.

Hvernig sem sú tilraun fer þykir ljóst að það væru mikil vonbrigði fyrir Stelpurnar okkar að komast ekki á 48-liða mótið í Bandaríkjunum.

Ísland hefur aldrei verið með jafn sterkt landslið kvenna og nú. Stelpurnar okkar eru í 13. sæti á heimslista FIFA, fyrir ofan þjóðir á borð við Noreg, Ástralíu, Ítalíu og Kína.
Athugasemdir
banner
banner