
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með Wolfsburg en hún yfirgefur félagið í júní þegar samningur hennar rennur út.
Sveindís er lykilkona í íslenska landsliðinu og var í fjögur ár hjá Wolfsburg. Hún er uppalin hjá Keflavík, lék með Breiðabliki á láni 2020 og var svo fengin til þýska stórliðsins. Hún hóf atvinnumennskuna á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð en árið 2022 byrjaði dvölin hjá Wolfsburg fyrir alvöru.
Hún vann þýsku deildina með Wolfsburg 2022 og þýska bikarinn bæði 2023 og 2024.
Sveindís er lykilkona í íslenska landsliðinu og var í fjögur ár hjá Wolfsburg. Hún er uppalin hjá Keflavík, lék með Breiðabliki á láni 2020 og var svo fengin til þýska stórliðsins. Hún hóf atvinnumennskuna á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð en árið 2022 byrjaði dvölin hjá Wolfsburg fyrir alvöru.
Hún vann þýsku deildina með Wolfsburg 2022 og þýska bikarinn bæði 2023 og 2024.
Hún skoraði og lagði upp í síðasta leik sínum með Wolfsburg gegn Leverkusen í 3-1 sigri en þess má geta að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp mark Leverkusen en hún yfirgefur liðið einnig í sumar þar sem hún er á láni frá Bayern.
„Ég var ánægð að hafa náð að skora í mínum síðasta leik hérna. Stuðningsfólkið var frábært allan leikinn og allt tímabilið. Ég er þakklát þeim, það er mikilvægt að fá fólk á völlinn og þetta var stórkostlegt í dag," sagði Sveindís
„Ég var hérna í þrjú og hálft ár. Vann deildina á mínu fyrsta tímabili, farið í þrjá bikarúrslitaleiki og úrslit Meistaradeildarinnar. Ég mun aldrei gleyma þessum tíma og verð alltaf stuðningsmaður Wolfsburg."
Hún var í litlu hlutverki hjá liðinu á þessari leiktíð en hún hefur m.a. verið orðuð við Manchester United.
Athugasemdir