
„Fyrst og fremst frábær liðsheild sem skilaði þessu," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
„Ég er mjög ánægður með strákana í dag, mikil trú, frábær liðsheild í þokkalega erfiðum aðstæðum. Markið var flott og mikið hjarta í þessu."
„Ég er mjög ánægður með strákana í dag, mikil trú, frábær liðsheild í þokkalega erfiðum aðstæðum. Markið var flott og mikið hjarta í þessu."
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Afturelding
„Fyrri hálfeikurinn fer ekki í sögubækurnar, held að enginn sé að fara horfa á hann aftur, en þetta opnaðist meira í seinni hálfleik og við náðum þessu marki inn sem skildi liðin að. Það var trúin sem sigldi þessu."
Í lok viðtals var Maggi spurður út í ummæli sín eftir leikinn gegn Vestra í Bestu deildinni á laugardaginn þar sem hann kallaði eftir VAR í deildina og virðingu frá dómurunum.
„Ég sagði bara það sem ég vildi segja þar, ég fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands. Ég var bara svekktur þar og leikinn þar á undan með ákveðna dóma. Svo er það bara búið, nýr leikur og mér fannst Gunnar Oddur gera þetta vel í dag," sagði Maggi.
Athugasemdir