Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 15. maí 2025 00:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst frábær liðsheild sem skilaði þessu," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigur á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með strákana í dag, mikil trú, frábær liðsheild í þokkalega erfiðum aðstæðum. Markið var flott og mikið hjarta í þessu."

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Afturelding

„Fyrri hálfeikurinn fer ekki í sögubækurnar, held að enginn sé að fara horfa á hann aftur, en þetta opnaðist meira í seinni hálfleik og við náðum þessu marki inn sem skildi liðin að. Það var trúin sem sigldi þessu."

Í lok viðtals var Maggi spurður út í ummæli sín eftir leikinn gegn Vestra í Bestu deildinni á laugardaginn þar sem hann kallaði eftir VAR í deildina og virðingu frá dómurunum.

„Ég sagði bara það sem ég vildi segja þar, ég fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands. Ég var bara svekktur þar og leikinn þar á undan með ákveðna dóma. Svo er það bara búið, nýr leikur og mér fannst Gunnar Oddur gera þetta vel í dag," sagði Maggi.
Athugasemdir
banner