Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   lau 01. október 2022 16:14
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Ham og Wolves: Cornet og Scamacca byrja
Mynd: Heimasíða West Ham

West Ham og Wolves eru búin að staðfesta byrjunarliðin sem eigast við í lokaleik dagsins í enska boltanum. 


Þessi sterku lið hafa farið óvenju hægt af stað á leiktíðinni og munu bæði mæta grimm til leiks í dag til að sækja sigur.

David Moyes gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði gegn Everton í síðustu umferð. Gianluca Scamacca kemur inn í sóknarlínuna fyrir Michail Antonio, Maxwel Cornet fer á kantinn fyrir Pablo Fornals og Craig Dawson kemur í bakvörðinn fyrir Vladimir Coufal.

Bruno Lage gerir aðeins eina breytingu sem hann neyðist til að gera eftir tapið gegn Manchester City. Bakvörðurinn Jonny kemur inn í hjarta varnarinnar fyrir Nathan Collins sem fékk rautt spjald gegn City.

Varamannabekkur Úlfanna er þunnskipaður en þó má finna Diego Costa, Adama Traore og Boubacar Traore meðal varamanna.

West Ham: Fabianski, Dawson, Zouma, Kehrer, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen, Paqueta, Cornet, Scamacca
Varamenn: Antonio, Areola, Benrahma, Coufal, Downes, Emerson, Fornals, Lanzini, Ogbonna

Wolves: Sa, Semedo, Jonny, Kilman, Ait Nouri, Nunes, Neves, Moutinho, Neto, Podence, Guedes
Varamenn: Bueno, Campbell, Costa, Mosquera, Ronan, Sarkic, Toti, A. Traore, B. Traore


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner