Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   fös 01. nóvember 2024 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim sá yngsti til að stýra Man Utd síðan 1970
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim var í dag staðfestur sem nýr stjóri Manchester United. Hann tekur við liðinu af Erik ten Hag sem var rekinn síðasta mánudag.

Man Utd telur sig vera að fá mest spennandi unga stjórann í Evrópu en Amorim er aðeins 39 ára gamall.

Amorim verður yngsti stjóri Man Utd frá því Wilf McGuinness stýrði liðinu gegn Derby County annan í jólum árið 1970.

McGuinness var 33 ára gamall en hann stýrði Man Utd í 87 leikjum á milli 1969 og 1970.

Á tíma sínum hjá Sporting stýrði Amorim liðinu tvisvar til sigurs í portúgölsku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner